föstudagur, september 26, 2008
Fréttin í Mogganum af innbrotsþjófunum í gær var ekki vel skrifuð. Allavega tókst mér að lesa hana þrisvar, skilja hana mismunandi í fyrstu tvö skiptin og skildi hana svo alls ekki í það þriðja. Ég var greinilega ekki sú eina því í prentaða Mogga í dag var hún skrifuð öðruvísi og mun skýrar. Þar kemur fram að parinu verður haldið inni þangað til málið er upplýst og ástæðan er sú að hætta er talin á að þau komi sér úr landi ef þeim verður sleppt. Þau búa sumsé áfram nyrst í Þórunnarstrætinu á kostnað Akureyrabæjar. Áfram í fríu fæði og húsnæði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli