þriðjudagur, september 16, 2008

Svei mér þá, það er svo lítið sem gerist hjá mér núna að það er með ólíkindum. Hausinn á mér er reyndar svo stappfullur af matsfræðum að ég held að sá hluti af minninu, sem frátekinn var fyrir allt annað, sé hreinlega að verða yfirtekinn af þessum óskunda. Ég vakna, fæ mér morgunmat, les Moggann, sest niður við skrifborðið klukkan 8, stend upp fyrir hádegismat klukkan 12, sest aftur hálftíma seinna, og stend svo upp aftur einhversstaðar á milli 4 og 7 fyrir kvöldmat eða ræktina. Og svo sum kvöld sest ég aftur til klukkan 10. Ég sé ekki nokkra hræðu allan liðlangan daginn. Ég er samt svo heppin að börnin mín og maki hringja í mig mörgum sinnum á dag. Það er það eina sem brýtur upp mynstur dagsins.

Og svona verður þetta eitthvað áfram. GGGGAAAAARRRRRGGGGHHHHH

4 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Mikið er nú gott að það er farið að sjá fyrir endann á þessu hjá þér. Baráttukveðjur!

Katrin Frimannsdottir sagði...

Þakka þér kærlega Guðný mín. Ekki veitir af í klappliðinu.

Hvernig gengur með hvalamyndirnar hjá Hali. Ætlar hann ekkert að birta eitthvað af þeim?

ærir sagði...

Þetta er auma lífið. Man þegar ég var í þessu stappi þá var erfiðasti kaflinn að ljúka við verkið. Lesa yfir aftur og aftur og hnýta lausa enda. En þegar því svo loksins lauk leit maður yfir farinn veg og var bara býsna ánægður og hugsaði að þetta hefði verið alveg þess virði.
Er kominn dagsetning á vörnina? Bið að heilsa Halla þegar þú sérð það flökkudýr næst.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Mér finnst nú stundum að svona einangruð vinna sé fyrir yngra fólk, en þetta er víst allt gert með fúsum og frjálsum vilja.