miðvikudagur, september 24, 2008

Veðrið hefur verið eindæmum gott síðustu vikuna. Alla daga er 20-25 stiga hiti og sól. Það var reyndar mjög hvasst í gær og brjálað þrumuveður í gærkveldi og nótt en svo kom enn einn dásemdar dagurinn. Haustlitirnir eru allsráðandi, og veröldin því afskaplega falleg í gulum, appelsínugulum, rauðum, brúnum og grænum litum. Jörðin að verða þakin í laufum. Það skráfar í þeim þegar gengið er, hvort sem það eru dýr eða menn á ferð. Það sést í hús sem ekki hafa sést síðan í vor núna þegar laufin falla og trén gisna. Haustlyktin er komin þótt hitastigið sé enn hátt. Lykt af þurrum laufum og rotnandi jörð. Þrátt fyrir að jafndægur á hausti hafa verið á mánudaginn sést ekkert í kuldann. 
Hann kemur. 
Það er öruggt. 
Ég þarf ekkert að vera óþolinmóð.

2 ummæli:

ærir sagði...

Hér er farið að kólna. Varð að skafa af bílrúðu í morgun í fyrsta sinn. Laufið fær varla tíma til að taka haustliti því það lemst af í rokinu sem gengur yfir landið með reglulegu millibili. (Fór ég öfugumegin fram úr i morgun?).

Katrin Frimannsdottir sagði...

Sést samt ekki til sólar í dag í Borginni við sundin?