sunnudagur, júlí 06, 2008

Ég sit hér ein á Kvisthaganum mínum og hlusta á gamla íslenska tónlist: Litla, sæta ljúfan góða; Fröken Reykjavík með Rói Tríóninu; Vor í Vaglaskógi; Þína innstu þrá, os.frv. Oh, mér finnst þetta svo gaman svona af og til. Ég sakna kallsins míns reyndar þegar ég hlusta á svona tónlist en hann er á leiðinni að norðan á leið frá ættarmóti. Ég varð eftir í Borginni hjá Karólínu sem vinnur alla daga á Landakoti. Við sjáumst svo sjaldan orðið að okkur fannt svo leiðinlegt að skilja hana eftir aleina. Hún er nú svo sem eins og móðir hennar, okkur líður ekki illa einum, öfugt við Kristínu og Halla sem erfitt eiga með að vera ein. En það hefur verið gott að vera saman, við förum í ræktina, göngum í vinnuna hennar, göngum í bæinn, og slöppum af hérna heimavið og tölum saman...stanslaust! 

Engin ummæli: