miðvikudagur, september 13, 2006

Haustið lætur á sér kræla þessa dagana. Það hefur rignt í fjóra daga, svona íslenskur rigningarsuddi og kalt, þetta 14, 15 stig. Nú fer hann hlýna aftur og á að vera 20-30 næstu vikuna og sól. Ég er ekki alveg tilbúin fyrir haustið, vil fá að hafa sumarið aðeins lengur. Stelpurnar eru í sínum skólum og hafa það fínt, báðum líður vel og við þessi gömlu höfum það líka gott, líður vel saman. Það verður ekki eins gaman í lok næstu viku þegar Halli fer til Rússlands og ég verð ein í rúma viku, en við hittumst svo á Íslandi eftir Rússíá og verðum að vinna á Lönguklöpp í viku, ekki svona skrifstofuvinnu heldur líkamlega vinnu við smíðar og annað viðhald. Það verður gott að gera.

3 ummæli:

ærir sagði...

Enn er ekki vegagerðin að fara að ráðast á reitinn. Hefur orðið stefnubreyting hjá þeim?

Minni á myndina "from russia with love" með james bond 007.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Langaklöpp fær að standa. Við fáum reyndar gangamunna mjög nálægt okkur og það verður herfilegt að vera á Klöppinni á meðan á framkvæmdum stendur en svo eigum við von á að þetta róist og lagist.

ærir sagði...

Það er vonandi að þeir byggi hljóðmön og svo er bara að planta og planta býst ég við.