föstudagur, september 01, 2006

Það var gaman að lesa Aftenposten í gær og sjá að Munch verkin tvö eru fundin og komin á safnið aftur. Það var aftur á móti sorglegt að lesa blaðið í dag því þar var umfjöllun um hversu gott það er fjárhagslega fyrir landið að fá svona umfjöllun í heimspressunni. Þetta á tímum þegar Noregur þénar meira á dag í olíugróða en málverkin kosta. Ekki þar fyrir málverkin eru verðlaus í mínum huga, tvö af mínum uppáhaldsmálverkum, og mér finnst það móðgun að fjalla svona um þau. En mín skoðun skiptir náttúrulega engu máli frekar en fyrridaginn.

www.aftenposten.no:
"Meldingen om at maleriene ”Madonna” og ”Skrik” er i politiets hender, har gått som ildebrann over hele verden. Saken har fått fyldig dekning i flere store medier, og norske pr-eksperter er enige om at omtalen er verdt gull for Munch-museet og Norge... Vi snakker om en verdi på flere hundre millioner kroner, sier direktør for samfunnsavdelingen i Burson-Marsteller, Sigurd Grytten....Hvis du hadde ønsket å få like mye omtale av et nytt produkt ville det kostet deg 10 millioner kroner. Da ville du fått en større kampanje som kunne gått over en uke. I dette tilfellet snakker vi om redaksjonell omtale, og det regnes som tre til syv ganger så verdifullt som omtale gjennom reklame, sier Grytten."

Engin ummæli: