fimmtudagur, september 07, 2006
Kristín fékk nýjan einstaklingsbát um daginn. Gamli báturinn var eyðilagður fyrr í sumar af #$%&/&%$# mönnum sem tóku hann í leyfisleysi. Þessi nýi er appelsínugulur eins og sjá má, voðalega fallegur bátur í alla staði. Þau feðgin lögðu af stað í langferðina í gær og eru þegar þetta er skrifað að kveðja Ohio og keyra inní Pennsylvania. Þau reikna með að komast inní Philadelphia þar sem Adam er um kvöldmatarleytið og keyra svo til Princeton eftir matinn. úfffffff þetta er langt ferðalag! Ég er hér ein í kotinu og verð að fara að venjast einverunni núna þegar allir eru farnir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli