þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Auglýsing með þessari fyrirsögn kom til okkar í gær:

Prófessor í myndgreiningu, yfirlæknir á myndgreiningarsviði - Háskóli Íslands / LSH - Reykjavík - 200702/045

Það bíður okkar stór og mikil ákvörðun. Ekki það að Halli sé viss um að fá stöðuna, alls ekki, en það þarf að ákveða hvort á að sækja, því ef...... hvað þá?

Við vorum í Arizona yfir helgina, Halli er þar reyndar ennþá, og í gær ræddum við fátt eins mikið og þetta, og svo í símann í gærkveldi, og aftur í morgun..... Hann kemur ekki heim fyrr en um helgina eftir stopp í San Diego og þá er að leggjast undir feld, leggja höfuðið í bleyti, hugsa mikið, ræða málin...og svo að ákveða. Umsóknarfresturinn er til 12. mars. Ég fer til Íslands 2. mars svo það bíður okkar ærið verkefni þangað til.

5 ummæli:

ærir sagði...

Nú er að pæla. Mér finnst þetta engin spurning. Það er margt nýtt og spennandi framundan myndi ég halda, í að skipuleggja og koma á fót deild á nýjum spítala. Nú er að hrökkva eða stökkva.

En menn verða að vera hugsjónamenn til að láta sér detta í hug að koma heim, úr góðum stöðum eins og HB er í. Mér finnst þetta reyndar engin spurning. Þó innanhús pólitíkin á háskólaklinikinni sé ekki alltaf uppbyggileg.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Jamm, við tökum allt til greina við þessa ákvarðanatöku. Þiskipaútgerðarskrásetjarinn kemur væntanlega með sitt innlegg, svo og skógfræðingurinn, úrólóginn, og svo allir hinir vinirnir. Erfitt verður það hvernig sem á það er litið.

Guðný Pálína sagði...

Ég man svo vel eftir því þegar auglýsingin birtist sem olli því að við Valur flutti heim á sínum tíma. Mikill spenningur en jafnframt efasemdir, sérstaklega hjá lækninum sjálfum sem var að fara úr frábæru starfsumhverfi og kannski "hverfa aftur til fornaldar" að sumu leyti. Gangi ykkur vel í ákvarðanatöku-pælingum :-)

Nafnlaus sagði...

Það gæti farið svo að bóndinn væri að nálgast eftirlaun þegar deildin mun opna á "nýja staðnum". Þeir sem lítt eru hrifnir af fundum (Halur) og tíma í "ekki neitt" (aftur Halur), þeir hinir sömu ættu að sitja eftir heima. Ég lít ekki nauðsynlega á lausa læknisstöðu í íslenska heilbrigðiskerfinu sem "áskorun" etir að hafa tengst því í rúman áratug! Síðan er það allt hitt..........gott osv....
Svarti-Halur

Nafnlaus sagði...

En hvað með Iowa? :)

Þar er víst gott að búa og þar eru (eða verða vonandi) góðir Íslendingar næstu árin.