þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Ég er að reyna að koma mér af stað aftur eftir lungnabólgu vesenið. Ég fór í ræktina á föstudaginn og hafði þá ekki farið í nærri þrjár vikur. Þótt ég hafi bara verið í rúman einn og hálfan tíma, þar af bara 35 í þoli þá var ég alveg búin um kvöldið. Fékk reyndar smá tak fyrir brjóstið þegar hjartslátturinn fór yfir mörkin og hætti því snemma. Í gær fór ég aftur og þá aftur í rúman einn og hálfan og megnið í þoli og mér leið feykivel en var alveg búin í gærkveldi. Ég fer aftur á eftir og vonandi fer þetta að koma. Venjulega get ég æft í tvo tíma og verð alveg endurnærð á eftir en ég hef greinilega misst meira þrek, styrk og þol niður en ég hélt í þessum veikindum. Á næsta ári ætla ég að láta sprauta mig fyrir flensunni!

2 ummæli:

Kristin sagði...

ekki vera hrædd, mamma

Katrin Frimannsdottir sagði...

Nei, ég skal ekki hræðast en lungnabólgan snerti við mér, það viðurkenni ég. Ég hef engan áhuga á að verða svona lasin aftur. Ég er t.d. ekki ennþá búin að fá bragðskynið alveg aftur og er þó vika síðan ég kláraði lyfjameðferðina.