miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Hún Guðný vinkona mína skrifar og segir voðalega skemmtilega frá. Hún skrifar alltaf reglulega um ferðir sínar í sundlaugina, þessa einu sönnu efst í Gilinu. Rétt fyrir norðan íþróttahúsið. Austan við Iðnskólann. Vestan við frímúrarahöllina. Ofan við andapollinn. Það er svo merkilegt þegar ég er að lesa dásamlegar lýsingar hennar á mannlífinu í sundinu að ég fer í huganum alltaf í gamla búningsklefann. Þennan með glansandi fallegu viðarinnréttingunni. Með tveimur speglum, einum á hvorum enda. Með útsýni til vesturs uppí Fjall og yfir lífið í sundinu. Með útsýni til austurs yfir Kirkjuna, Pollinn og Heiðina. Ég hef náttúrulega oft komið í sund síðan lauginni var breytt og veit vel að það eru engir viðarskápar lengur og engir gluggar til að hanga í og skoða mannlífið úr. En samt fer hugurinn alltaf á gamla staðinn. Skrýtið þetta minni.

2 ummæli:

ærir sagði...

blessuð Kata, þið Halli ættuð etv að kíkja á þetta: http://www.starfatorg.is/kennsla_rannsoknir/nr/7693

Nafnlaus sagði...

Við lásum þetta vel og vandlega yfir helgina. Ræddum þetta aftur og bak og áfram. Vissum náttúrulega að þetta væri á leiðinni en það var samt skrýtið að sjá auglýsinguna loksins á prenti. Engin ákvörðun tekin ennþá en áfram verður rætt og spekúlerað.