föstudagur, febrúar 23, 2007

Við hérna í þessum landshluta og þessum hluta fylkisins erum að brynja okkur gagnvart stórhríð sem á að byrja í kvöld og vara fram á mánudag. Við ætluðum að fara á Þorrablót uppí Minneapolis á morgun en það lítur ekki vel út með færðina. Það er búist við að flestir vegir verði ófærir þegar líða tekur á daginn. Hann ætlar að byrja með ísrigningu í kvöld sem síðan breytist í snókomu og það á víst að blása all hressilega með og því verður það óðsmanns æði að keyra hraðbrautina uppeftir ef spáin rætist. Kannski vinnum við í staðinn að UMSÓKNINNI einu og sönnu. Ég er að vonast til að henni verði lokið þegar ég fer til Íslands á fimmtudaginn og að ég geti komið henni til skila.

2 ummæli:

ærir sagði...

jahá, það er þá búið að ákveða það. fékk fregnir af þvi með morgunkaffinu. þilskipaskrásetjarinn hvíslaði því að mér. "vér gleðjumst allir". vona að þið hafið komist á þorrablótið þrátt fyrir allt. Annars á maður að sýna fyrirhyggju og setja í súr á haustin. bið að heilsa. R

Katrin Frimannsdottir sagði...

Jamm og já. Hvort hann fái er að sjálfsögðu ekki víst og svo þarf að semja um allt mögulegt svo þótt sótt sé þá er ekki ekki víst að barnið komist á koppinn!