Það sem sett hefur þó mestan svip á líf okkar s.l. daga er slys sem Adam kærasti Kristínar lenti í nóttina fyrir útskrift. Hann datt niður af c.a. 5 metra háu þaki niður á stétt og braut á sér bakið. Hann mölbraut einn hryggjarlið og skaddaði alla vöðva, sinar og taugar í kring en kraftaverkið við það allt saman var að mænan er ósködduð. Það stakkst beinflís inní mænuna en sem betur fer þá fór breiðari endinn inn og náði ekki að skera mænuna. Hann var fluttur með sjúkraflugi hingað heim til Rochester og fór í uppskurð í gærkveldi sem gekk afar vel. Hann á að fá að standa í fæturna í dag. Hann vaknaði í morgun um klukkan 5 og byrjaði æfingar með því að leika sér með rúmið og lét það færa bakið upp og niður til að koma hreyfingu á það.
Í dag er fyrsti dagurinn síðan slysið varð sem hér heyrist hlátur í húsi og það er hlegið oft og vel og læknavísindunum og þar með menntun og rannsóknum þakkaðar framfarir og fórnir margra.
Þetta slys breytti plönum okkar allra en vegna þess hversu góða vini Kristín á í Princeton þá gekk allt upp og fjöldi vina kom og hjálpaði við allt sem þurfti að gera svo Kristín og Adam gætu einbeitt sér að því að komast heim og í góðar hendur hér á Mayo Clinic.
3 ummæli:
Úff, þetta hefur verið hræðilegt slys og kraftaverki líkast að han skyldi ekki lamast. Maður verður eiginlega bara orðlaus að lesa svona lagað, vonandi nær hann góðum bata.
Kveðja úr Vinaminni til ykkar allra.
Þakka þér fyrir Guðný mín.
leitt að heyra en vonandi á batavegi nú þegar.
Skrifa ummæli