þriðjudagur, júní 10, 2008

Loksins er hætt að rigna. Það var kolvitlaust þrumuveður og það rigndi þessi lifandis ósköp um helgina en við sluppum samt við flóð nokkuð sem nágrannabæirnir til suðurs gerðu ekki. Þar eru fleiri tugir húsa á kafi og miklar skemmdir urðu á ökrunum. Það er enn ókyrrt loft yfir okkur og það er spáð hættu á þrumuveðri flesta daga fram að helgi. Vorið hefur verið kalt og einungis tvisvar hefur hitinn farið yfir 25 stig og er það mjög óvenjulegt. Á þessum tíma höfum við oftast haft um 15 daga af 25-30 stiga hita. Vonandi fer hann að hlýna, okkur er svo sem engin vorkunn, það er 19 stiga hiti núna fyrir klukkan 10 að morgni og það á að fara í 25 stig, en þetta á að vera hlýjasti dagur vikunnar

3 ummæli:

ærir sagði...

hér á Fróni er óvenju gott veður, og allur gróður langt á undan því sem hefur verið undanfarin ár. munar mestu um vætu í maí og svo sól núna í júni. meðalhiti í hafinu umhverfis landið er óvenju hár sem bendir til góðs sumars á klakanum.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Vonandi helst það áfram því ég verð á landinu mest allan júlímánuð

Nafnlaus sagði...

Sæl, í eða á bananum Íslandi byrja flestar setningar á "vonandi" í dag; það er svo sem allt í lagi, en eins og pólfararnir sögðu á sínum tíma, þá bjuggust þeir við hinu versta en vonuðu hið besta. Þannig erum við á Íslandi flesta daga, hvort heldur sem rætt er um veður eða annað. Óskir um ágætan bata fylgja með til Adams. Þannig atburðir minna mann á hversu litlu við ráðum og þurfum á allri "heppni" að halda; og stuðningi.
Halur