mánudagur, júlí 24, 2006

Crunch time, crunch time! Nú er að duga eða drepast með skrifin mín. Á morgun ætla ég að senda inn allt sem ég hef til leiðbeinandans míns og ég þarf að bæta við, breyta, laga til, skipuleggja og annað því um líkt. Allt tímafrek verk. Hér hefur verið fádæma blíða og verður áfram og hitinn verður 30 - 40 gráður næstu vikuna. Þá er bara að skella sér í laugina eða vera inni og skrifa...hmmmmmmm?

Engin ummæli: