fimmtudagur, júlí 20, 2006
Ég næ ekki uppí nefið á mér af reiði við forsetann í þessu landi. Þegar hann neitaði að skrifa undir lög um stofnfrumurannsóknir (ég held að þetta sé íslenska orðið yfir stem-cell research) í gær þá var mér allri lokið og hvað þá þegar ég hlustaði á rökin hans fyrir gerðum sínum. Ég var á brettinu í gær í ræktinni að horfa á CNN þegar hann flutti ræðuna og ég reifst og skammaðist við hverja setningu. Ég var með heyrnartól á mér og á fullri ferð og var ekkert að velta fyrir mér hverjir væru í kringum mig, þá tók ég eftir því að konan við hliðina á mér lét sig hverfa og færði sig á annað bretti lengra í burtu, OOOPS! hún var greinilega ekki sammála mér. Kallinn var eins og prestur í pontu að flytja lýðnum boðskapinn eina og sanna og komst að orði rétt eins og trúboði og sagði allra handa hluti sem eiga sér hvergi stað í raunveruleikanum. Þetta væri allt í lagi ef hann væri í trúboði en það er hann ekki og ætti í raun að vera að færa rök fyrir máli sínu með haldbærum upplýsingum og staðfestum rökum en það gerði hann ekki. Reyndar er stærsti hluta Bandaríkjamanna sammála mér og skilur ekkert hvað maðurinn er að gera. Allra handa Repúblikanar hafa reynt að telja manninum hughvarf án árangurs og eftir standa vísindamenn hér í landi eftir með sárt ennið og geta ekki haldið áfram rannsóknum og því er restin af heiminum komin langt frammúr enda flytjast vísindamenn háðan úr landi í stríðum straumum. Kannski ekki alveg en margir eru farnir og margir að tygja sig og að sjálfsögðu er enginn á leiðinni hingað, enda lítið hér að sækja fyrir vísindamenn í þessu fagi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli