þriðjudagur, júlí 18, 2006
Það er sannkallað sumarveður hér. Í gær var 39 stiga hiti og mjög rakt og í dag á að vera eitthvað svipað. Ég fór að sjálfsögðu á sundlaugarbarminn í gær og las í bók á milli þess sem ég kældi mig í lauginni....ljúft líf en ekki of oft og ekki of lengi í senn. Á svona dögum sakna ég þess að hafa ekki laug hérna heima í garði en ég ætla að fara í ræktina í dag svo það er ekki víst að ég hafi tíma til sundlaugarferðar. Það er reyndar ekkert hægt að vinna utandyra í þessum hita enda notaði ég morguninn í að tína arfa og hreinsa til hér fyrir utan, ekki veitir af því því arfanum líður vel í hita og raka og það liggur við að ég sjái hann spretta. Það á að koma þrumuveður annaðkvöld og svo að kólna eftir það. Ekki veitir af rigningunni því hér hefur ekki komið dropi úr lofti síðan ég fór og náttúran er gul og brún á að líta og líður greinilega ekki vel.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli