mánudagur, júlí 31, 2006

Heitt, heitt ,heitt!!!!!!!!! Það er ógnar hitabylgja í gangi hér, hann fór í 39 gráður í gær og fyrradag, og á að vera það samam í dag og á morgun en hann á að kólna í miðvikudaginn.......... alveg niður í 30 gráður. Síðustu tvær vikurnar hefur ekki farið niður fyrir 30 gráður, heitt, heitt sumar. Í gær fórum við í heimsón til kærra vina sem eiga hús við vatn með bát og öllu saman. Það var voðalega notalegt að eyða deginum með vinum í bátsferð, leggja uppað bryggju veitingastaðar og setjast niður yfir íste og léttum mat. Súper sumardagur.

Engin ummæli: