miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Eftir þrumuveður næturinnar hefur aðeins hægt á en hann rignir enn og það er yndislegt. Það hefur ekki komið dropi úr lofti í margar vikur og allt var orðið brúnt og sviðið í hitunum en nú er græni liturinn kominn aftur og þegar hann hættir að rigna seinni partinn þá verður yndislegt úti. Ég hef ekkert heyrt frá leiðbeinandanum mínum ennþá og er því í lausu lofti og les bara, vil ekkert skrifa fyrr en ég fæ að vita hvort ég sé á réttri leið eða algerlega úti að aka. Það skiptir ekki máli hversu gamall maður er, óvissan er alltaf jafn óþægileg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli