þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Öll lifðum við þessa ferðina af og allt gekk samkvæmt áætlun. Karólína er ánægð með herbergisfélagann, Margot er frá Reno í Nevada og virðist vera hin allra geðugasta stelpa. Þær fengu herbergi í nýjustu vistinni þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja, lofkæling og fallegir litir, stór gluggi með góðri dagsbirtu og baðið beint á móti á ganginum. Loftkæling er mikill lúxus í Norður Karólínu, það var 39 stiga hiti og mjög rakt þegar við fórum í gær og það er ekki auðvelt að sofa í húsnæði sem er ekki kælt því það kólnar ekki mikið á nóttunni þegar það er svona rakt. Það eru ekki nærri allar vistarnar í Duke með loftkælingu svo hún er mjög heppin. Karólína fór í þýsku tíma í gær í húsi sem er ekki loftkælt og hún þurfti að skipta um hvern þráð þegar heim var komið vegna svitabaðs. Það er farið að kólna hérna heima, það var bara 18 stiga hiti í gærkveldi þegar við lentum og í dag verða þetta svona 20-25 og lítill raki.

Engin ummæli: