föstudagur, ágúst 18, 2006
Í kvöldmat verða 12 manns. Íslenskt lambalæri á boðstólnum handa amerískum vinum. Tilefnið er að allar sex dætur okkar þriggja vinahjóna eru að fara í college. Allar fara þær austur á bóginn, fjórar til Massachusets, Kristín til New Jersey og Karólína til Norður Karólínu. Það verður tómlegt hér á bæ þegar þær hverfa því allar hafa þær hafa haldið til hér hjá okkur meira og minna síðustu árin. Tvær hafa verið nágrannar okkar síðan við fluttum hingað til Rochester en nú eru foreldrar þeirra, sem eru líka bestu vinir okkar, að flytja til Phoenix í eyðimörk Arizona okkur til mikillar bölvunar. Við ráðum nú víst voða litlu um hvernig þau taka ákvarðanir um líf sitt. Við erum óhress samt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli