mánudagur, ágúst 21, 2006

Ég tognaði í kálfa á föstudaginn. Var í rauninni ekki að gera neitt sérstakt annað en að hlaupa. Hætti strax en er hálf skökk og skæld í gangi. Ég sem er að fara útúr dyrunum með örverpið mitt í skólann! Þar þarf ég og ætlaði mér að ganga þessi lifandis ósköp. Það eru víst mjög skemmtilegar gönguleiðir í skóginum í kringum skólann. Það gengur vonandi, ég er mun betri í dag en í gær og allt önnur en í fyrradag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ Bara að láta vita af mér kíki reglulega hér inn á síðuna þína og finnst mjög gaman að fylgjast með ykkur.
Ástar og saknaðarkveðjur
Kolla og Co.