þriðjudagur, september 19, 2006

Ég held áfram að minnka. Ég skemmti mér mikið á föstudaginn þegar ég fór niður um eina buxnastærðina enn og ég þarf að búa til nýtt gat á beltið því ég er komin alla leið. Fjórum buxnastærðum minni en fyrir ári síðan. Ég veit ekki hversu lengi ég held þessu áfram, allavega fram í miðjan nóvember þegar ár er liðið frá því að ég byrjaði fyrir alvöru að taka sjálfri mér tak. Annars líkar mér þessi lífsstíll, ég veit svo sem ekki hvað á að kalla hann annað en heilbrigðan með mikilli hreyfingu og hollum en litlum mat. Það er voðalega notaleg tilfinning að stjórna gerðum sínum og athöfnum og að auki að vera létt í spori. Ég á samt ennþá 5 kíló eftir í takmarkið sem ég setti mér en þegar ég setti mörkin þá gerði ég mér enga grein fyrir hvernig ég myndi líta út við hverja vörðu og því var þetta sett svona bara-af-því-bara.

2 ummæli:

ærir sagði...

það er ekkert annað, gott að eiga saumavél og vera vel að sér í hannyrðum ef þrengja þarf alla galla. Ég meina galla (óraddað) ekki galla (raddað) eða er það öfuggt.

Annars verð ég að segja frá því að ferð Hals og félaga er svo fræg að í sumar þegar ég fór í veiði, bara í borgfirska afdalaá, þá bar ferðina á góma og þekktu norðlendingar sem voru með mér í "holli" vel til þessara áforma. Þeir eru frægir fiskimenn eins og segir í laginu...

Hlakka til að heyra fljúgani fiskisögur.

ærir sagði...

annars varðandi stöðuna, þá kæmi mér ekki á óvart að auglýsingin yrði ekki til fyrr en eftir fjögur ár miðað við skilvirkni háskólaklínikunnar, flokkadrætti og flumbrugang. finnst þó rétt að láta ykkur vita... :)