mánudagur, september 25, 2006

Kall minn er farinn til Rússlands í veiðiferð, hann sem veiðir svo sjaldan að hann hefur hvorki átt vöðlur né veiðibox á ævinni en nú brá svo við að hann skellti sér til Rússlands með góðum vinum í laxveiði. Það þurfti náttúrulega að kaupa inn fyrir ferðina og það var farið í Cabelas og keypt þessi lifandis ósköp af veiðidóti og hann fór albúinn í átökin. Ferðalagið var langt og mikið....Minnepolis, Keflavík, Stokkhólmur, Moskva, Murmansk, Umba allt í einni bunu. Ég reikna með að minn hafi verið orðinn þreyttur þegar í kofa var komið enda var hann á vakt alla síðustu viku, var kallaður út þrjár nætur í röð, gaf þrjá fyrirlestra og kláraði bókarkafla, þetta allt í viðbót við venjulega atið sem alltaf er á honum. Vonandi nær hann að hvílast, hann er hvorki með símasamband né tölvusamband....sem betur fer, þá er ekki hægt að ná í hann! Við hittumst svo á Íslandinu um næstu helgi. Ég er því hérna alein í kofanum og er að reyna að nota tækifærið til að skrifa og lesa og lesa og skrifa. Það gengur, ekki hratt en mjakast.

2 ummæli:

ærir sagði...

Billy butt, Red Butt, Undertaker, Green Highlander. Þetta munu víst vera flugur sem gengu vel í UmbaRiver sá ég á netinu.

Var að fá boð um kakó í nýjum fjallaskála IK, í byrjun okt og skilst að þið verðið þar. Það gæti verið gaman. kv

Katrin Frimannsdottir sagði...

Við komum í kakó í Helludal!