mánudagur, september 18, 2006

Mér dauðbrá í morgun þegar bankað var á rennihurðina útí garð. Ekki að það sé svo óvenjulegt en allir þeir sem eiga til að gera þetta eru farnir í skóla eða fluttir svo hjartað í mér fór á fleygiferð. Mér varð litið út og þar voru einir 15 kalkúnar á vappi á stéttinni minni og einn þeirra var að banka á gluggann. Hann sá eflaust spegilmynd sína og var óhress með nálægðina og goggaði í. Annar hafði hoppað uppá borðið, nokkrir að rífa upp grasið og enn aðrir að gera þarfir sínar. Ég þurfti ekki að gera mikið til að fæla þá í burtu, gekk í áttina að glugganum og ég er náttúrulega svo skelfileg kona að þeir hræddust og hurfu á braut.

2 ummæli:

ærir sagði...

Fljúgandi kalkúnar? Eða ræktun nágrannans?

Annars fréttir af því sama og áður. Verið er að vinna í auglýsingu f. prófessors/dósent starf í myndgreiningu við H.Í. sá það í fundargerð læknaráðs 6.9 sl. Unnið var að samtenginginu við yfirlæknisstöðu á LSH. Just in case ef að HB er orðinn þreyttur á öllu þessu heimshornaflakki :)

Katrin Frimannsdottir sagði...

Enn eru a.m.k. fjögur ár í heimkomu. Kannski Halur Húfubólguson og HB geti rætt málin ítarlega á veiðiferðinni í Rússíá. Kannski er verið að reyna að berja saman auglýsingu sem útiloki hann frá stöðunni, hver veit!