föstudagur, september 15, 2006

Skelfilegt var að lesa fréttir um dauðsföll í umferðinni á Íslandi í Mogganum í gær. Ég hef eingöngu lesið mbl.is fram að þessu en gerðist áskrifandi að Mogga og les því mitt blað á hverjum degi. Í gær var sumsé þessi umfjöllun og auglýsing með myndum af þeim sem látið hafa lífið það sem af er árinu. Mikil skelfing sem var að sjá. Þetta kemur reyndar ekkert ógnarlega á óvart því ég er með lífið í lúkunum þegar ég keyri á Íslandi, hvort heldur sem er í Reykjavík eða úti á vegum. Umferðin er mun rólegri á Akureyrinni minni. Það að keyra á 90-100 km hraða á þjóðvegunum þykir ekki nóg af alltof mörgum ökumönnum og það er flautað og blikkað til að láta vita að þessi hægakeyrsla er ekki góð lenska. Það sem mér finnst þó öllu verra er hversu stutt er á milli bíla í umferðinni útá þjóðvegunum. Það þykir ekkert tiltökumál að hafa nokkra metra á milli bíla þegar keyrt er á mikilli ferð, og þar með er ekkert pláss fyrir "mistök" eða hik, rétt eins og um rallakstur sé að ræða. Hér í Minnesota er notuð sú þumalfingursregla að hafa þrjár sekúndur á milli bíla og það má stoppa ökumenn sem keyra of nálægt, það heitir "tailgaiting" og þykir með því allra hættulegasta í umferðinni. Þetta er orðið svo fast í mínum huga að ef mér finnst ég vera of nálægt þá finn ég mér viðmið og byrja að telja og þegar ég geri þetta á Íslandi þá er það segin saga að það er flautað á mig og þegar ég virði fyrir mér aðra ökumenn þá er það viðburður ef ég get byrjað á einni sekúndu hvað þá tveimur eða þremur. Börnin mín eru ekki vön að keyra á Íslandi og ég er dauðskelkuð að vita af þeim á vegunum því þau eru ekki svona umferðarmenningu vön....so far so good....og ég held áfram að hræðast.

1 ummæli:

ærir sagði...

hér á Íslandi er aðeins byrjað að tala um að telja í 3 sec. en kynningin var svo klaufaleg að hvorki ég né aðrir skyldum aðferðina. nema ég sé svona dúmm :)

hér á Islandi er 11-12C stiga hiti og þykir hlýtt og tilvalið til útivistar. Svona er veðrið afstætt. Ætla í útreiðar um helgina til aðnota þetta "góða veður".

kv til ykkar hjóna