föstudagur, apríl 20, 2007

Þá er þessi Íslandsdvölin á enda. Þetta er búin að vera hin allra besta ferð. Kennslan gekk vel og gerði mér voðalega gott og ég held barasta að nemendur hafi lært eitthvað sem er jú alltaf gott og tiltölulega nauðsynlegt...þetta er víst nám! Fjallið eina og sanna var voðalega gott um páskana og skartaði sínu fegursta á páskadaginn sjálfan. Það var reyndar ekkert fallegt aftur fyrr en í gær þegar ég fór. Þá var póstkortadagur. Það sem hefur verið erfiðast við þessa dvölina er fjarlægðin frá stelpunum mínum. Það er vont að vera svona langt í burtu þegar voðatburðir eiga sér stað ekki svo langt frá þeim. Ég veit að ég get ekki gert neitt en það er svo miklu betra að vera nálægt, allavega í sömu heimsálfu. Karólína fór svo í aðgerð á fæti á þriðjudaginn til að fjarlægja brotið bein í fætinum á henni. Það gekk vel en hún verður á hækjum í margar vikur og má svo ekki hlaupa í fjóra mánuði. Það verður erfitt fyrir mína konu. Hún má hjóla, en ekki á táberginu, hún má lyfta og hlaupa í vatni!

Engin ummæli: