sunnudagur, apríl 22, 2007
Það mættu mér yndisleg hlýindi þegar ég kom heim í gærkveldi. 27stiga hiti og sól. Núna í morgunsárið eru komin 14 stig og á hann að ná 25 seinna í dag en það á víst að kólna eitthvað þessa vikuna en samt svona í kringum 15 stigin. Það er alltaf svo gott að koma heim þótt dvölin hafi verið fín á Íslandinu. Halli er á leiðinni heim frá Spáni þar sem hann var í heila þrjá sólarhringa! Það má búast við úrvinda manni hingað seinni hluta dags.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli