þriðjudagur, apríl 24, 2007

Það hefur fjölgað á heimilinu. Núna búa hjá okkur tveir íslenskir læknar. Annar þeirra verður í 4 vikur en hinn í 7. Þessar ungu konur eru á vegum Halla á Mayo og taka þátt í rannsóknum og svo að horfa yfir öxlina á honum og hverjum þeim sem þær vilja fylgjast með. Þetta er mjög skemmtilegt og gott að hafa fleiri í heimili en okkur tvö. Það er aftur líf í húsinu. Svo er ég að passa hann litla Harald, mamma hans byrjaði að vinna í dag og hann byrjar á barnaheimilinu á mánudaginn. Hann er því hér þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Þangað til pabbinn er búinn í dag verðum við hér saman í sátt og samlyndi.

Engin ummæli: