mánudagur, apríl 30, 2007

Það var mikill hiti um helgina, í gær fór hann í 33 stig og það er nú býsna heitt hér í lok apríl. Rétt eins og heima í Eyjafirðinu þá var þetta mikil dásemdar helgi. Nú er að skella á þrumuveður, ég finn drunurnar meira en heyri, og þar sem heilinn minn er búinn að segja nóg í dag eftir nærri sjö tíma törn þá er bara að drífa sig í ræktina og ná af sér áti helgarinnar.

Engin ummæli: