föstudagur, maí 04, 2007

Sumir dagar eru betri en aðrir dagar. Mánudagseftirmiðdagurinn var einn af þessum verri. Ég fór í ræktina mína eftir vinnu eins og ég sagði í síðustu skrifum. Ég gerði mínar venjulegu 50 mínútur á eliptical (cardio) og svo bætti ég við 30 mínútum á hjóli. Þetta er svona með því meira sem eg geri í cardio en ekkert mjög óvanalegt. Ég svitna alltaf mikið en þennan daginn var það óvenju slæmt. Ég fékk mér vatn að drekka á milli æfinga og fór svo strax að lyfta. Á þriðja tæki er magaæfing sem er gerð uppistandanadi með bönd yfir axlirnar sem síðan eru tengd í lóð í. Fór mér allt í einu að svima og varð afar óglatt og ég hætti og það síðasta sem ég man að ég hugsaði var að ég yrði að setjast. Ég náði því ekki, það steinleið yfir mig, ég datt fram fyrir mig með höfuðið fyrst í gólfið og datt svo illa að ég rotaðist. Það sá mig enginn nákvæmlega detta en það heyrðu það víst allir því ég datt á járnfestingar í gólfinu. Eitthvað hef ég rekist illa í á leiðinni niður því ég er marin og blá hægra- og vinstramegin, frá höfði að hnjám. það kom náttúrulega sjúkrabíll og lögga og því get ég lofað að ég hef ekki skammast mín svona mikið í fjölda mörg ár. Þetta var voðalega slæmt því þegar ég raknaði úr rotinu var fjöldi fólks í kringum mig, allir að spyrja mig spurninga sem ég náttúrulega gat ekki svarað. Ég fór á ER og ekki tók betra við því þar var hann Bo okkar á vakt (við erum svona foreldrar hér á staðnum, hann er giftur íslenskri konu og pabbi Jóhannesar og Haraldar) og svo annar íslensku læknanna sem hefur búið hjá okkur. Það hefði ekki verið leiðinlegt að hafa myndavél til að ná svipnum á þeim þegar mér var rúllað inn í hjólastól! Ég var send í allra handa tæki og tól til að skoða hausinn á mér, hann er hvorki betri né verri en áður, en svo var farið að velta fyrir sér ástæðum fallsins og þá byrjaði ballið því ég þurfti að vera inni á spítalanum yfir nótt til eftirlits og rannsókna. Þetta var nú ekki flóknara en svo að ég hafði ekki drukkið nóg og þegar ég byrjaði að hamast með magaæfingar uppistandandi þá tókst mér að stoppa allt blóðflæði til heilans og þar með steinleið yfir mig með þessum líka skemmtilegu afleiðingum. Það eina sem er sýnilegt er glóðarauga annað er falið hingað og þangað. Núna er ég í North-Carolina að hjálpa Karólínu að flytja heim aftur. Hún var skorið upp fyrir tveimur vikum (brotð bein í fæti...hún var úrbeinuð!) svo við erum hvor sem önnur, hún hökktandi í plastgifsi og ég eins og ég er.

1 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Ja Kata, það var gott að ekki fór verr. Og gott að ekkert alvarlegra en vökvaskortur lá að baki. Með kveðju frá Kuldabola