miðvikudagur, maí 16, 2007
Ég gerði fína ferð til Princeton um síðustu helgi. Kristín var að keppa í Eastern Sprints, eitt af tveimur stóru mótum ársins, og það var svo gaman að horfa á. Báturinn hennar varð númer 3 sem er lakara en í fyrra þegar þær unnu en mun betra en búast var við. Þetta er eins og með kosningarnar heima, það fer allt eftir því við hvað er miðað hvort vel gekk eða illa. Keppnistímabilið hefur verið erfitt og tilfinnangalega flókið svo þetta var hið besta mál. Stundum er þriðja sætið bara stórgott! Nú fer að styttast í sumardvöl þeirra skötuhjúa í Eyjafirðinum, þau eru voða spent og geta ekki beðið eftir að komast til Íslands. Það á að hlaupa og hjóla og ganga og láta öllum illum látum til að vera í fínu formi í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá ætlar Halli að koma aftur til Íslands til að hlaupa með þeim. Meiri lætin alltaf í þessu fólki mínu. Það er annað en hún ég!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli