sunnudagur, maí 06, 2007
Afleiðingar heilahristingsins eru enn að hrjá mig. Ég fæ höfðuverk og ógleðisköst öðru hverju, en þeim fer fækkandi sem betur fer. Annars er þetta allt að koma marblettirnir eru smám saman að hverfa og ég er að ná fyrri afköstum. Þetta var annars bölvans vesen og ekki til eftirbreytni. Það mætti halda að konan vissi ekki hvernig ætti að æfa og hvaða afleiðingar vökvatap getur haft. Mér var litið uppí einn af eldhússkápunum mínum í dag og þar blasti við mér röð af vatnsbrúsum, mér taldist til að þeir væru 17, svo ekki hef ég afsökun fyrir að eiga ekki vatnsbrúsa til að grípa með mér í ræktina!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli