miðvikudagur, maí 09, 2007
Ég er búin að fara í ræktina tvo daga í röð og verið voða góð og gert lítið, svona miðað við síðustu vikur og mánuði. Í dag er óskapleg blíða og við Karólína keyptum sumarblóm í gær og í dag ætla ég að pota þeim niður og hreinsa til framan við hús. Það er víst eins gott að drekka nóg, mikill hiti og ég höfum aldrei verið góðir vinir, en nú verð ég víst að læra af reynslunni. Annað gengur víst ekki. Ég fór til læknis í gær í eftirlit og honum fannst þetta allt fremur fyndið, sérstaklega þar sem hann hleypur mikið og vildi læra sem mest af þessari reynslu minni. Það er bara allt í lagi með mig. Ég fæ enn smá ógleðisköst en ekkert meiriháttar og ég á fara mér hægt í ræktinni til að byrja með. Þetta "til að byrja með" er nú líklegast búið og ég get farið á fullt aftur....held ég.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli