mánudagur, maí 07, 2007
Það er voðalega gott að vera komin með eitt barn í hús aftur. Karólína mín er óskaplega dugleg en það kom sýking í sárið enda það innilokað í plasti stóran hluta sólarhringsins og hún á fleygiferð og svitnar og dregur eflaust allt mögulegt innað sári. Annars gengur þetta mjög vel, hún lék við hann Jóhannes úti í gær og það var handagangur í öskjunni eins og venjulega þegar þau tvö koma saman. Það virðist vera sem batinn verði skemmri en fyrst var haldið, hún fær allavega að losna við gifsið eftir þrjár vikur og svo má hún ekki byrja að hlaupa fyrr en í ágúst en við mæðgurnar förum haltrandi í ræktina í dag og verðum voða góðar og gerum lítið...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli