mánudagur, apríl 23, 2007

Til hvers er menntun? Af hverju er menntun eftirsóknarverð? Af hverju er ungt fólk að streða þetta í skólum ár eftir ár þegar þau gætu farið útá vinnumarkaðinn snemma og orðið sjálfstætt og vinnandi fólk? Hverju breytir menntun í lífi fólks? Ég hugsa oft um þetta og hef komist að þeirri niðurstöðu að menntun tryggir okkur ekki neitt í lífinu annað en val. Ekki tryggir menntun okkur hamingju, auð, völd, vegsæmd eða gleði. Það eina sem menntun gerir alveg örugglega er að gefa okkur val í lífinu. Ef við vinnum á bensínstöð alla okkar ævi þá er það hið besta mál ef það er vegna þess að við völdum það en ekki vegna þess að það er eina vinnan sem við getum fengið. Ef ég hef menntun þá hef ég tæki til að velja starf. Ef ég hef menntun þá get ég valið um marga vinnustaði innan þess sviðs sem ég hef valið mér...vonandi vegna áhuga. Ef ég hef menntun þá hef ég fast land undir fótum sem ég get byggt á, hvort sem það er meira nám eða vinna.

Börnin mín eru búin að heyra þennan söng í mörg ár og eru eflaust orðin hundleið á tuðinu í mömmu gömlu!

Engin ummæli: