fimmtudagur, júlí 21, 2005

Hugleiðingar um ekki neitt, eða "kellingablogg"

Ég ætlaði að skrifa lítinn pistil um Heilbrigðisstéttina, þessa einu og sönnu, en svo fór ég að hugsa, það kemur nú stundum fyrir, og komst að því að ef ég segi eitthvað þá gæti ég komið í veg fyrir haldbærar niðurstöður á úttektinni minni svo ég segi bara ekki neitt og er að öðru leiti andlega uppgefin og hef því hvorki ímyndunarafl eða frumkvæði til að skrifa um eitthvað annað en það sem mér er efst í huga og langar að skrifa um enda það eina sem ég geri þessa dagana er að vinna í garðinum, sinna vinnunni og þreyta gamlan líkama í ræktinni þessari með íslenska nafnið WC sem einu sinni þýddi náðhús en þýðir nú eitthvað allt annað. Á morgun förum við mæðgur í ferðalag austur. Ætlum að keyra austur á Egilsstaði og fara suðurleiðina. Karólína fer til þess að keppa á Meistaramóti Íslands í frjálsum og ég er svona eins manns klapplið. Veðurútlitið er fádæma gott svo við fáum örugglega suður- og austurströndina í allri þeirri fegurð sem hægt er á þessum slóðum

Engin ummæli: