föstudagur, júlí 01, 2005
Gamla goða islenskan
Þá hef ég verið í Reykjavíkinni í þrjá daga og er farin sakna sólarinnar. Hún hefur verið fjarri Borginni þessa dagana. Ég sit við og vinn flestum stundum og finnst það heldur óþjált að skrifa og vinna eingöngu á íslensku. Það eru ýmis orð og orðanotkun sem ég kannast ekkert við þ.á.m. orðið "lúkning" í samhenginu "Aðilar munu vinna áfram að lúkningu samningsgerðar". Ég þurfti nú barasta að leita að þessu orði í orðabók og komst að því að þetta er einhverskonar útgáfa að sögninni að "ljúka". Nú vantar mig orðsifjabækurnar mínar sem eru náttúrulega westanhafs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli