fimmtudagur, apríl 27, 2006

Þá er fyrsta uppkastið af fyrstu tveimur köflunum (þetta hljómar afar lítið af litlu) af RITGERÐINNI farið. Ég er orðin andlaus og vitlaus af þessu akademíska brölti og hef ekkert sem heitir sköpunargáfu eftir í heilanum á mér, ég get varla bloggað. En ég ætla að halda áfram og reyna að klára þetta, útlit fyrir að þetta verði á vormánuðum að ári.....eða haustmánuðum. Hún eldri dóttir mín er ekki hrifin af móður sinni þessa dagana, ég á nefnilega að vera til í að tala við hana í síma tuttugu sinnum á dag ef vel á að vera og ég hef verið að reyna að ignorera heiminn að undanförnu henni til mikillar bölvunar. Í fyrradag áttum við þetta samtal eftir að ég hafði verið að afsaka sinnuleysi mitt gagnvart vinum:
Kristín (20): "Ætlar þú að vera svona í allt sumar?"
"Svona hvernig, leiðinleg?"
"Já, þú ert ekki skemmtilegt núna"
ég skellihló og þá sagði Kristín
"ég var ekkert að reyna að vera fyndin, þetta er háalvarlegt mál!"

Þetta minnti mig á samtal Kristínar við afa hennar þegar Kristín var fimm ára. Afi var að passa börnin í tjaldi í ausandi þrumuveðri í Norður Dakóta á meðan foreldrarnir fóru á stúfuna að finna þurrt húsnæði. Sú stutta hafði verið með einhverja frekju og afi setti ofaní við hana og Kristínu líkaði það ekki og sagði afar blítt þessa fleygu setningu:

"Þú ert leiðinlegur í dag afi minn". Afi er enn að hlægja að þessu því hún var að reyna að vera svo kurteis í allri frekjunni.

Engin ummæli: