föstudagur, apríl 28, 2006

Þá eru fjaðrirnar farnar að týnast af mér þessa helgina. Karólína fór til Princeton í gær og Halli fer í dag og við Þór verðum hér ein í kotinu. Kristín er að keppa í fyrramálið, síðasti róðurinn í Princeton fyrir tvö úrslitamótin. Ég þykist ætla að skrifa og lesa, og lesa og skrifa heil reiðinnar ósköp um helgina en ég ætla að gefa mér tíma til að fara í leikfimi. Ég hef ekki komist eins oft og ég kýs undanfarnar fimm vikur og bakið er farið að kvarta yfir allri setunni og nú ætla ég að taka skurk í að fara á hverjum degi, minnst einn og hálfan tíma í senn. Það er nefnilega "slökun" í því að hreyfa sig, það er allavega mikil vellíðan fylgjandi góðri leikfimi hvort sem hún er slakandi leikfimi eða ekki, ég er allvega afslöppuð þegar leikfiminni er lokið (Halur á heiðurinn af þessum hugsunum, ég hef ekkert skapandi í mínum heila, ekki einu sinni svona hugsanir). Ég er farin að hlakka til þriðjudagsins, þá byrjar golfið mitt þetta sumarið, alla þriðjudagsmorgna þegar ég er ekki að vinna eða ferðast þá spila ég golf, gaman, gaman.

Engin ummæli: