Það er slæmt hvað mér finnst orðið leiðinlegt að versla. Ég fór til Minneapolis í gær með tengdaforeldra mína og gat ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að fara í Mall og America (MoA) og fór því í mitt uppáhalds moll, allavega hér á árum áður, en nú brá svo við að ég gat ekki beðið eftir því að komast þaðan út. Ekki var troðið því það var fátt á ferli, ekki var ég tímabundin og peninga hafði ég til að versla með en ég bara gat alls ekki hugsað mér að eyða tíma í verslunarmiðstöðinni. Ekki veit ég hvort þetta er famför eða afturför en þetta lagast eflaust, allavega þannig að ég geti keypt á mig sumarföt því ekki get ég notað það sem í skápnum er og ekki geng ég í síðbuxum og ullarpeysum hér í sumarhitunum.
Annars fór mikil orka hjá mér í gær í það að fylgjast með uppstokkun hjá hinum óþolandi Bush kalli. Það verður forvitnilegt að heyra hvað analísu sérfræðingarnir hafa um þetta að segja. Ég hlusta og horfi náttúrulega bara á það sem passar mínum skoðunum sem er ekki Fox og aðrir róttækir hægri miðlar, ég held mig við New York Times og Washington Post. Það er nefnilega svo miklu betra að fá staðfestar eigin skoðanir heldur en að hlusta á einhvern sem heldur einhverju allt öðru fram því það er náttúrulega bara bull það sem ég er ekki sammála!
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli