sunnudagur, apríl 30, 2006

Rettarkerfið

Ég skil ekki íslenskt réttarkerfi. Ekki hef ég hugmynd um hvort þeir Baugsmenn eru sekir eða ekki, það kemur eiginlega málinu ekki við núna. Þeir hafa eflaust stigið á margar tær á leiðinni upp og gert ýmislegt sem tilheyrir gráu svæði en það eru margir sem hafa gert og réttarkerfið væri stappfult af lögsóknum um siðlaust athæfi ef allt sem væri siðlaust væri lögsótt. Það sem ég ekki skil er að saksóknari fékk annað tækifæri til að lögsækja fólk á forsendum sem búið var að henda út úr réttarkerfinu fyrir fádæma léleg vinnubrögð. Hann fékk sumsé að taka upp próf sem hann kolféll á í vor. Ég skil það fullvel að þau voru ekki dæmd saklaus heldur var ákæruliðunum vísað frá en samkvæmt mannréttindalögum þá má bara lögsækja fólk einu sinni fyrir hverja sök og stór hluti af nýju ákæruliðunum er sá sami og í fyrra máli. Stórfurðulegt og vonandi fer þetta fyrir mannréttindadóm.

Engin ummæli: