miðvikudagur, maí 03, 2006

Ég fór til augnlæknis í fyrradag. Ég þurfti nefnilega að lesa gamla grein um helgina sem prentuð með smáu letri og þá komst ég að þeirri niðurstöðu að augun mín sem hafa nú nánast alla tíð verið góð og séð um það sem þarf eru nú farin að gefa sig eitthvað. Allavega þegar letrið er smátt og augun þreytt eftir mikla notkun síðustu mánuðina. Ég get reyndar séð allt vel sem er nálægt mér á meðan birtan er góð og ekki er um að ræða eitthvert pínulítið....þetta er sumsé, sko, bara í lítilli birtu og lítið og smátt eins og letur og krosssaumur...annars er þetta bara gott, sko. Ekki það að ég þurfi á lesgleraugum að halda, nei, ekki strax allavega, sagði augnlæknirinn, það átti líklega að vera huggun enda sagði hún að ég sæi mjög vel miðað við aldur...það átti líka að vera huggun.

Engin ummæli: