þriðjudagur, maí 30, 2006
Við mæðgur erum komnar heim eftir afburða sigur Princeton stelpnanna í háskólameistaramótinu. Mótið hefur aldrei unnist með svona miklum mun, þær voru ótrúlega góðar og ég fór ekki alveg yfirum en svona næstum því. Þær voru fyrstar í allri riðlakeppninni frá fyrsta árataki og það sama var uppá teningnum í úrslitunum. Það var ofsalega gaman að sjá svona gott lið og það eina sem ég gat hugsað, þ.e. í riðlakeppninni þá var ég ekki eins stressuð og í úrslitunum, það er þá svona sem á að gera þetta!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli