mánudagur, maí 22, 2006
Helgin fór í garðavinnu eins og svo oft áður á þessum árstíma. Sumarblómin komin niður og stór hluti af vorhreingerningu lokið en það er alltaf eitthvað eftir þegar risalóð á í hlut. Stundum finnst mér ég vera eins og smábóndi án húsdýra, bara eitt gæludýr hér á bæ, með allt þetta land sem þarf að hirða, ekki hirða beinlínis því stærstu hlutinn er skógi vaxinn, en það þarf að hugsa um þetta og passa vel svo það fari ekki í niðurníðslu. Halli hefur verið í grófari og karlmannlegri verkunum; höggva tré, saga greinar, kvarna greinar, o.s.frv. og ég sé um að leggja stéttar, byggja veggi og blómabeð, hreinsa arfa, bera á og svoleiðis. Þetta er ágætis verkaskipting mér er meinilla við stórvirkar sagir og vélar og hann er ekki gefinn fyrir dútlið. Það hefur reyndar verið kuldakast að undanförnu, það eru örfáar gráður á morgnana og ekki nema rétt um 20 stig yfir daginn og það er kalt fyrir þennan árstíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli