fimmtudagur, maí 04, 2006
Síðasti kjóllinn fyrir Karólínu. Nú er það senior prom og ákveðið var að gera allt að því Carmen. Kjóllinn verður tangó rauður með doppóttu svörtu neti yfir, efri hlutinn kallast "halter top" hérlendis, berar axlir og bert bak en toppruinn tengdur saman aftan á hálsinum, neðri hlutinn næstum því hringsniðið pilsið rétt niður fyrir hné, tengt saman með þröngu breiðu mittisbandi. Svo ætlar hún að vera í svörtum skóm með svart blóm í hárinu. Strákurinn sem bauð henni er afskaplega settlegur, kurteis, og hræðilega vel upp alinn, Karólína og vinkonurnar kalla mömmu hans Frau. Hann skreytti bílinn hennar, sem er eiturgræn Volkswagen bjalla, í blöðrum og skrifaði hann allan út í skilaboðum um prom. Honum hefur eflaust fundist hann vera að gera eitthvað ótrúlegt en allir stafirnir voru nákvæmlega skrifaðir og allt í beinni línu og röð og reglu. Það á nefnilega ekki að fara út fyrir línurnar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli