föstudagur, maí 12, 2006
Komin heim í heiðardalinn, þótt hvorki sé hér heiði né dalur. Veðráttunni sem er hér utandyra yrði lýst í Firðinum mínum heima sem ísköldu norðanroki og rigningu í júlí. En hann ætlar að hlýna á sunnudaginn og það verður 20-25 stiga hiti alla næstu viku, eða eins lengi og spáin nær. Þá er um að gera að nota tíminn til inniverka áður en styttir upp úti og vorverkin kalla á mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli