miðvikudagur, maí 10, 2006

Atlantshafið og strönd Flórída eru fyrir utan gluggann minn núna. Ég er að vinna hérna að tveimur skemmtilegum verkefnum. Íbúar svæðisins eru afar ánægðir því það hefur rignt af og til í 3 daga, en hafði ekki gert það í þrjá mánuðina þar á undan, ég aftur á móti hefði alveg þegið sól því hótelið mitt er á ströndinni. Ég fór reyndar í tveggja tíma göngutúr á ströndinni í gær og kom vind- og salt barin inn og alsæl með lífið. Ég fer heim á morgun og kall minn svo til Íslands á föstudaginn í vikuferð, hann fer reyndar á fund í eina tvo tíma af þessari viku en svo á að planta trjám og pota niður kartöflum á Lönguklöpp en annars njóta höfðuborgarinnar.

Engin ummæli: