föstudagur, maí 19, 2006
Arizona
Ég var að vinna í Phoenix Arizona í gær og fyrradag. Þangað hef ég aldrei komið áður og hef verið sjaldan í eyðimörk svona ef út í það er farið. Góðir vinir okkar og nágrannar eru að flytja þangað í sumar og allan tímann, sem var nú reyndar afar lítill, velti ég því fyrir mér hvernig fólk getur búið á svona stað í svona borg. Það var 43 stiga hiti, skraufþurr, og mér fannst ég varla getað náð andanum. Ég velti því fyrir mér augnablik að fara út í göngutúr en sú hugsun varaði voða stutt. Það sem verra er, það er bara maí, allur sumarhitinn er eftir! Eflaust venst fólk þessu en genin mín voru mótuð í gegnum tíðina með það í huga að þola kulda og vosbúð, það var ekki tekið með í reikninginn að einhverntími gæti ég þurft að þola 45 stiga hita, svo ég er á því að ég geti aldrei búið í eyðimörk í Arizona. Mayo Clinic Arizona verður að komast af án mín, enda svo sem ekkert verið að ræða annað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli