sunnudagur, apríl 16, 2006
Páskadagur. Komin heim í kotið og finnst alveg yndislegt. Kom reyndar heim hundslöpp og með einhverjan ólukkans pesti, ekki beint lasin en slöpp og með hausverk og drusluleg. Það hlýtur að ganga yfir. Það var 28 stiga hiti og sól þegar ég lenti og samskonar veður á föstudag og í gær en nú er þrumuveður með tilheyrandi rigningu og 10 stiga hita. Það er gott að sjá til vors og sumars, grasið orðið fagur grænt, grátvíðirinn orðinn ljósgrænn og græn slykja komin á skóginn og það styttist í að ávaxtatrén blómgist og þá verður veröldin enn fallegri, hmmmmmmm, dásamlegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli