miðvikudagur, júní 07, 2006
Húsið fullt af fólki núna, tvíburabróðir minn og hans fjölskylda í heimsókn og það er voðalega gaman að hafa þau hér. Halli kominn frá Spáni, Kristín komin í sumarfrí og Karólína útskrifuð. Útskriftarveisluna höldum við svo á sunnudaginn þegar stúlkutetrið verður viðlátið. Fyrst þarf hún að keppa á Fylkismeistaramótinu í frjálsum. Þar vann hún sér keppnisrétt í tveimur greinum, langstökki og 200 metra hlaupi og keppir í langstökki og undanrásum í 200m á föstudaginn og ef hún kemst í úrslit í 200m þá eru þau á laugardaginn. Það hefur verið heitt og gott síðustu vikurnar og þá sérstaklega síðustu dagana, þetta svona 27-34 stiga hiti og sól alla daga. Afskaplega notalegt veður og vonandi verður svona gott áfram. Karólína hefur unnið sér rétt að keppa í mótinu fjögur ár í röð og öll árin hefur verið ausandi rigning og kalt en nú lítur út fyrir rjómablíðu. Hún er sú eina af fjölskyldumeðlimunum sem þolir vel hitann og finnst reyndar voðalega gott að vera í miklum hita og því hentar þetta veðurfar þessa dagana henni vel.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli